Brospinnar!

Hvar er þinn Brospinni?

Taktu þátt í að veifa Brospinnanum framan í heiminn og hver veit nema hann brosi framan í þig!

Bros er eitt það besta sem við eigum. Það er eitt af því sem við öll skiljum. Það á sér engin landamæri. Stundum þurfum við samt að fá lánað bros. Stundum er gott að eiga eitt í handraðanum til að gefa.

Geðraskanir hrjá um fjórðung Íslendinga á hverju ári. Hluti þeirra þarf að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans. Margar deildirnar eru komnar til ára sinna og margt þarfnast endurnýjunar við. Þess vegna hefur áhugahópur um bættan aðbúnað geðdeilda ýtt úr vör söfnunarátaki til styrktar málefninu.

Dagana 12. - 14. október 2012 mun starfsfólk og velunnarar geðdeilda Landsspítalans selja Bropspinnann til styrktar bættum aðbúnaði fyrir notendur geðdeilda, með velferð þeirra og umönnun að leiðarljósi.

Verndari söfnunarinnar er Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.